Fréttir

Umsjónarkennarar veturinn 2019-2020

Hér má sjá umsjónarkennara næsta vetrar, smellið
Lesa meira

Skólabyrjun

Skólasetning verður föstudaginn 23. ágúst. Kl.10:00 Skólasetninga fyrir 1.-5. bekk Kl.10:30 Skólasetning fyrir 6.-10. bekk Eftir skólasetningu fara nemendur í stofu með umsjónarkennara og eftir 40 mín fara nemendur í tíma eftir stundaskrá. Nemendur og foreldrar 1. bekkjar mæta í bekkjarstofur eftir skólasetningu á kynningu í ca 40 mín. Síðan verða samstarfsviðtöl hjá 1. bekk skv. boðun. Skólalok hjá öllum nemendum kl.14:00 Frístund tekur til starfa hjá 2.-4. bekk.
Lesa meira

Skólaslit

1.-4. bekkur mætir kl.14:30 og 5.-9. bekkur mætir kl.15:00. Eftir samveru á sal fara bekkirnir í heimastofur þar sem nemendur fá afhentan vitnisburðinn. Skólaslit og brautskráning 10. bekkjar verða kl.20:00 í sal Egilsstaðaskóla.
Lesa meira

Kjaftað um kynlíf

Sigga Dögg kynfræðingur verður með fræðslufyrirlestur fyrir foreldra á Fljótsdalshéraði fimmtudaginn 16. maí 2019 kl.20:00. Verður fræðslan haldin í fyrirlestrarsal Egilsstaðaskóla. Markmið fræðslunnar er að kynfræðsla verði sjálfsagður hluti af samræðum foreldra við börn sín og að fræðslan styrki þeirra samskipti. Sigga Dögg nálgast málefnið af húmor og á hispurslausan og hreinskilinn máta. Sigga Dögg hefur mikla reynslu af kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum, ásamt því að veit foreldrum fræðslu.
Lesa meira

Skóladagatal 2019-2020

Skóladagatal Egilsstaðskóla fyrir næsta skólaár er nú tilbúið. Skóladagatalið heldur utan um skipulag skólastarfsins. Í reit neðst á dagatalinu er skilgreining á litum dagatalsins. Starfsdagar kennara á skólatíma eru samræmdir milli grunn- og leikskóla á Fljótsdalshéraði að kröfu fræðsluyfirvalda. Það eru tilmæli skólastjóra að foreldrar nýti frídaga á skóladagatali til fría ef stefnt er að þeim á skólaárinu. Munum að góð skólasókn eru hagsmunir barnsins og að skólinn gengur að öllu jöfnu fyrir öðrum verkefnum.
Lesa meira

Lagarfljótsormurinn 50 ára!

Lagarfljótsormurinn, skólablað Egilsstaðaskóla er komið út. Þau tímamót eru í ár að nú eru árgangarnir orðnir 50 talsins. Af því tilefni er viðtal við Þórhall Pálsson en hann var annar tveggja sem voru ritstjórar fyrsta blaðsins. Hægt er að kaupa blaðið í afgreiðslu skólans. Eintakið kostar 1000 krónur.
Lesa meira

Útistærðfræði hjá 1. bekk

Í dag var svo glimrandi gott veður að 1.bekkur skellti sér út í stærðfræðitímanum. Þar eru næg verkefni að telja glugga, mæla fótboltavöllinn, vigta steina og skoða form.
Lesa meira

Þjóðleikur

Þjóðleiksverkefnið fagnar 10 ára afmæli í ár, en verkefnið er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og ungs fólks á landsbyggðinni. Fulltrúar Egilsstaðaskóla á hátíðinni er hópur nemenda í 8.-10.bekk sem hafa í vali sett upp leikritið Tjaldið eftir Hallgrím Helgason undir stjórn Estherar Kjartansdóttur. Við hvetjum alla til þess að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði sem haldinn er annað hvert ár
Lesa meira

Átaksverkefni gegn skólaforðun

Egilsstaðaskóli tekur þátt í átaksverkefni gegn skólaforðun í samstarfi við Austurlandslíkanið og aðra skóla á starfssvæði þessi. Austurlandslíkanið er samstarfsvettvangur félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs, skóla og heilsbrigðisþjónustu um velferð nemenda og stuðning við fjölskyldur. Fyrsta skrefið í verkefninu er fræðsla til foreldra um hugtakið skólaforðun ásamt upplýsingum um stöðu málsins í Egilsstaðaskóla og lýsingu á nýju verklagi. Mikilvægt er að foreldrar séu meðvitaðir um mikilvægi skólasóknar og læri að þekkja rauðu flöggin sem gefa til kynna að um skólaforðun geti verið að ræða. Með því móti er líklegra að grípa megi til aðgerða áður en vandinn vex.
Lesa meira

Útivistardagur í Stafdal

Fimmtudaginn 28. mars sl. var útivistardagur í 5., 6. og 7. bekk í Egilsstaðaskóla. Þar fóru nemendur, kennarar og stuðningsfulltrúar í Stafdal og skemmtu sér saman. Sumir renndu sér á skíðum á meðan aðrir sýndu listir sínar á snjóbrettum. Einhverjir renndu sér á plastpokum, sleðum og/eða snjóþotum í brekkunum og sumir reyndu að ganga upp á topp. Ekki var annað að sjá en að langflestir virtust skemmta sér vel þennan dag í sólríku og góðu veðri og fínu færi í fjallinu.
Lesa meira