Dagur íslenskrar náttúru 16. september

Nemendur í 2. bekk unnu verkefni í tilefni af degi íslenskrar náttúru. Þema verkefnisins var „Við erum náttúra“. Skóladagurinn hófst á stuttri göngu yfir í Tjarnargarðinn þar sem nemendur tíndu eitt og annað úr náttúrunni fyrir verkefnavinnuna. Þegar í skólann var komið gerðu allir nemendur mynd af sér í náttúrunni þar sem efniviðurinn var nýttur.

Útkoman er glæsileg og höfðu allir gaman af.

Meðfylgjandi myndir eru af vinnu nemenda og verkum þeirra.