Skólabyrjun

“Kæri vinur, heyrirðu ekki að haustið er að kalla.”

 

 

Skólasetning verður þriðjudaginn 24. ágúst 2021 kl. 10:00.

Umsjónarkennarar munu taka við nemendum við nemendainnganga. 2. og 3. bekkur við inngang af leiksvæði, 4.-10. bekkur við inngang af torgi.

Nemendur í 1. bekk munu hefja skólagöngu með viðtali við umsjónarkennara. Boðað verður til viðtals foreldra, nemenda og kennara í skóla. Kennsla í 1. bekk hefst miðvikudaginn 25. ágúst samkvæmt stundaskrá.

Skólinn sér nemendum fyrir námsgögnum.

Frístund tekur til starfa þriðjudaginn 24. ágúst fyrir nemendur í 2.-4. bekk og 25. ágúst fyrir nemendur í 1. bekk