Þjóðleikhúsið á Austurlandi

Leikarar Þjóðleikhússins eru á ferð um landið með sýninguna Vloggið. Unglingarnir okkar fengu boð um að um að sjá sýninguna sem fór fram á Iðavöllum. Sýningin fjallar um vináttu, misgóðar forvarnir og myndbandaveituna Youtube. Þau Konráð og Sirrý eru með mikilvæg skilaboð út í alheiminn í von um heimsfrægð. Að minnsta kosti að bjarga nokkrum unglingum frá glötun. Höfundur verksins er Matthías Tryggvi Haraldsson og leikstjóri er Björn Ingi Hilmarsson. Þau Konráð og Sirrý, eru leikin af þeim Kjartani Darra Kristjánssyni og Þóreyju Birgisdóttur.