Í fyrsta bekk er í nógu að snúast

Í fyrsta bekk er lögð megin áhersla á Byrjendalæsi. Skólinn vinnur samkvæmt aðferðum Byrjendalæsis í læsiskennslu í 1.-3. bekk. Kennsluaðferðin hefur verið mótuð og þróuð við Skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri. Meginmarkmið Byrjendalæsis er að börn nái góðum árangri í læsi sem allra fyrst á skólagöngu sinni. Gengið er út frá því að börn þurfi lesefni sem kveikir áhuga þeirra, ýtir undir ímyndunaraflið, hvetur þau til gagnrýnar hugsunar og gefur þeim færi á að mynda merkingabærar tengingar við eigið líf. Því er margs konar gæðatexti lagður til grundvallar lestrarkennslunni og hann nýttur sem efniviður í vinnu með stafi og hljóð, sem vinnu með orðaforða, skilning og ritun af ýmsu tagi. Frá skólabyrjun hafa nemendur í fyrsta bekk lært stafina A, L, S og Ó og unnið verkefni tengd þeim.

Meðfylgjandi myndir eru frá útikennslustund í fyrsta bekk á dögunum.