Skráning í mötuneyti og ávaxta- og grænmetisáskrift

Í almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla er talað um að í skólaumhverfinu þurfi að stuðla að heilsusamlegu fæðuvali með fræðslu og góðu framboði á fjölbreyttum mat. Öllum nemendum Egilsstaðaskóla gefst kostur á að vera í ávaxta- og grænmetisáskrift á morgnana og fá keyptan mat í hádeginu sem eldaður er í mötuneyti skólans.

Upplýsingar um mötuneyti og matseðill er aðgengilegur á heimasíðu skólans.

Tekið er við skráningu í hádegismat og ávaxta- og grænmetisáskrift rafrænt með því að smella hér og fylla út eyðublaðið.