Fjölbreyttar aðferðir við nám

Það eru margar aðferðir sem við getum nýtt okkur við nám. Í 8.bekk undirbjuggu nemendur sig fyrir próf í stærðfræði með því að búa til hugarkort/"svindlmiða" sem þau máttu hafa með sér í prófið. Þetta er góð leið til að rifja upp og sjá fyrir sér leiðir. Það voru gerð mörg falleg hugarkort við þessa upprifjun sem nýttust vel þeim sem höfðu undirbúið sig með þessum hætti.