Upplestur fyrir börn úr leikskólanum

Elsti árgangur á leikskólanum Skógarlandi kom í heimsókn og hlustaði á krakka úr 7. bekk lesa upp á bókasafninu. Þetta er hluti af áætlun um skólaaðlögun leikskólabarna. Sjöunda-bekkjar börnin stóðu sig með prýði og gestirnir okkar hlustuðu af athygli á lesturinn. Næsta heimsókn leikskólabarnanna eftir áramót en þá koma þau í verkgreinatíma. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá samverustundinni.