Okkar menn í körfunni

Starfsfólk og nemendur Egilsstaðaskóla fylgjast spennt með leikjum Hattar í úrvalsdeild karla í körfubolta þetta leikár. Í liðinu eru þrír starfsmenn skólans; Adam Eiður íþróttakennari og stuðningsfulltrúarnir Gísli Þórarinn og Sæþór Elmar.
Mikil gleði var eftir leikinn á fimmtudaginn þegar liðið vann Keflavík 83 - 75 en Höttur hefur unnið fjóra af fyrstu sex leikjum mótsins.

Við óskum okkar mönnum og liðinu í heild innilega til hamingju með sigurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim í vetur.
Við fengum að nota myndir sem Daníel Cekic tók á leiknum og þökkum honum kærlega fyrir að leyfa okkur að birta þær.