Fréttir

Ljóstillífun, bruni og orkuflæði

Náttúrufræði er yfirgripsmikið fag. Í 10. bekk hafa nemendur kynnt sér ljóstillífun, bruna, hringrás efna og orkuflæði. Verkefnin voru fjölbreytileg og sett fram á mismunandi hátt.
Lesa meira

Evrópuverkefni í 7. bekk

Í vikunni kynntu nemendur í 7. bekk verkefni sín um lönd í Evrópu. Undanfarið hafa krakkarnir kynnt sér löndin og aflað sér upplýsinga um ýmislegt varðandi þau, s.s. gjaldmiðil, stjórnarfar, frægt fólk, fána, tungumál og margt fleira. Þau buðu yngri nemendum og foreldrum í heimsókn til að skoða verkefnin. Þarna var ýmislegt áhugavert að sjá og gaman að sjá mismunandi útfærslur á verkefnunum.
Lesa meira

Hinseginfræðsla, BRAS, netöryggi og langspil

Í vikunni hafa margir árgangar fengið fræðslu, kynningar eða farið á viðburði utan skólans. Vikan hófst á því að fræðarar frá Samtökunum 78 hittu 3 árganga með fræðslu um hinsegin málefni. Krakkar í 5. - 7. bekk löbbuðu í Sláturhúsið og sáu þar og hlustuðu á DJ (plötusnúður) sem kennir sig við flugvélar og geimskip. í gær og dag hittu Skúli B. Geirdal frá Fjölmiðlanefnd og Steinunn Birna Magnúsdóttir frá Persónuvernd nemendur í 4. - 7. bekk og fræddu þau um ýmislegt í tengslum við netöryggi og notkun samfélagsmiðla. Ástæða er til að benda foreldrum og forráðamönnum á síðu Fjölmiðlanefndar sem fjallar um miðlalæsi: www.midlalaesi.is Þar er m.a. að finna niðurstöður rannsóknar sem var lögð fyrir grunn- og framhaldsskólanema vorið 2021. Sambærileg könnun var lögð fyrir nemendur í 4. - 10. bekk í Egilsstaðaskóla fyrir nokkru og verða niðurstöðurnar kynntar þegar þær liggja fyrir. Hægt er að hlusta á erindið á þessari slóð: https://midlalaesi.is/samtal-um-midlanotkun/ en á síðunni er að finna ýmsar upplýsingar um netnotkun barna og unglinga. Við fengum svo góðan gest í heimsókn í 6. bekk í dag. Eyjólfur Eyjólfsson söngvari og langspilsleikari kynnti langspil fyrir krökkunum og allir sem vildu fengu að spreyta sig á að spila á langspil. Meðfylgjandi eru myndir af langspilskynningunni og úr Sláturhúsinu, af DJ flugvélar og geimskip.
Lesa meira

Hinsegin fræðsla

Mánudaginn 9. október koma fræðarar Samtakanna 78 í skólann og hitta nemendur í 3., 6. og 9. bekk. Fræðslan er hluti af samningi sveitarfélagsins við Samtökin 78. Starfsfólk skólans fær fræðslu sama dag og af þeirri ástæðu lokar Frístund klukkan 14.20.
Lesa meira

Árshátíð elsta stigs - breytt dagsetning

Ákveðið hefur verið að færa árshátíð elsta stigs til 29. nóvember nk. Undirbúningur er þegar hafinn í samvinnu við Tónlistarskólann á Egilsstöðum. Að þessu sinni verður söngleikurinn Grease settur á svið. Við hlökkum til!
Lesa meira

Haustið í 2. bekk

Krakkarnir í 2. bekk eru að vinna ýmis verkefni tengd haustinu. Þau fóru út og söfnuðu laufum sem þau þurrkuðu og límdu svo á blað sem þau skrifuðu texta á. Þau hafa líka skoðað orð sem tengjast haustinu auk þess að æfa sig á samsettum orðum, orðum sem byrja á au- og mörgu öðru.
Lesa meira

Þriðji bekkur í Náttúruskólanum

Náttúruskólinn var formlega stofnaður árið 2022 af hópi náttúru- og útivistarunnenda í Múlaþingi. Hópurinn hefur í mörg ár haldið námskeið á þessu sviði. Hlutverk Náttúruskólans er að efla börn og ungmenni til umhyggju og árvekni gagnvart sjálfum sér og náttúrunni og bjóða upp á áskoranir og skapandi tækifæri til reynslunáms. Í skólanum er lögð áhersla á útivist, átthagafræðslu, heilbrigðan lífsstíl, samskipti og samvinnu. Múlaþing gerði samning við Náttúruskólann um að tveir árgangar sæktu námskeið í skólanum og í liðinni viku fóru nemendur í 3ja bekk inn í Eyjólfsstaðaskóg þar sem ýmislegt var brasað. Skólinn hefur aðstöðu í Blöndalsbúð og rjóðrinu rétt hjá. Krakkarnir lærðu að tálga, búa til klifurgrind, baka lummur og fóru í gönguferðir í skóginum. Það voru einbeitt börn sem lögðu sig fram í verkefnunum og virtust njóta þessarar tilbreytingar frá hefðbundnu skólastarfi. Í október mun 9. bekkur fara í Óbyggðasetrið á vegum Náttúruskólans. Sagt verður frá því þegar þar að kemur.
Lesa meira

Fyrsti kynningarfundur haustsins

Í dag er fyrsti kynningarfundur haustsins fyrir foreldra og forráðamenn í 1. - 4. bekk. Dagskráin hefst með fræðslu um "Uppeldi til ábyrgðar" sem fer fram í matsal. Á eftir taka umsjónarkennarar árganga á móti fólki í heimastofum og ræða um vetrarstarfið. Hvetjum foreldra og forráðamenn til að mæta á þessa kynningarfundi.
Lesa meira

Verum ástfangin af lífinu

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur kom í árlega heimsókn sína í 10. bekk í morgun. Þorgrímur býðst til að koma í alla skóla og spjalla við krakkana um það að bera ábyrgð á sjálfum sér, sýna samkennd og þrautseigju, koma fallega fram og gera góðverk. Hann hefur lagt áherslu á að kynna markmiðssetningu og að sinna litlu hlutunum daglega. Þorgrími hefur ávallt verið vel tekið af krökkunum og í dag var engin undantekning á.
Lesa meira

Göngudagurinn 2023

Í Egilsstaðaskóla er hefð fyrir göngudegi í byrjun september. Árgangarnir fara vítt og breitt um Fljótsdalshérað í lengri og styttri göngur, ásamt öllu starfsfólki skólans. Meðfylgjandi eru myndir úr göngu 7. bekkjar í Valtýshelli, 9. bekkjar í Stapavík og 10. bekkjar í Stórurð.
Lesa meira