Fréttir

Skólasetning

Skólasetning Egilsstaðskóla er þriðjudaginn 25.ágúst kl. 10:00. Umsjónarkennarar munu taka við nemendum utan við nemendainnganga. 2. og 3.bekkur við inngang af leikvelli og 4.-10.bekkur við inngang að torgi. Kennsla í 1.bekk hefst miðvikudaginn 26.ágúst. Skólinn er lokaður gestum af sóttvaranarástæðum og geta foreldrar því ekki fylgt nemendum inn í stofur eins og hefð er fyrir.
Lesa meira

Umsókn um vist í Frístund á haustönn 2020

Á meðfylgjandi slóð er hægt að skrá nemendur í Frístund á haustönn 2020. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst n.k. https://www.fljotsdalsherad.is/is/moya/formbuilder/index/index/umsokn-i-fristund-skolaarid-2020-2021 Undanfarin ár hafa umsóknir um vist í Frístund verið í gegnum íbúagátt á heimasíðu Fljótsdalshéraðs. Því miður er ekki hægt að nýta íbúagáttina að þessu sinni og því eru foreldrar beðnir um að nýta ofangreinda slóð til þess að koma umsókn sinni um vist í Frístund til skólans. Skólinn biðst afsökunar á þeim óþægindum sem misvísandi upplýsingar hafa valdið foreldrum.
Lesa meira

Sumarlokun skrifstofu

Um leið og sendum ykkur okkar bestu kveðjur um gott sumarfrí viljum við láta vita að skrifstofa skólans er lokuð til 5. ágúst.
Lesa meira

Nemendur Egilsstaðskóla í úrslitum Nýsköpunarkeppni grunnskóla NKG

Sjö nemendur Egilsstaðskóla áttu hugmyndir sem valdar voru í úrslit NKG.
Lesa meira

Umsjónarkennarar skólaárið 2020-2021

Hér má sjá nöfn umsjónarkennara næsta skólaár.
Lesa meira

Egilsstaðskóli á grænni grein

Egilsstaðaskóli hóf þátttöku í Grænfánaverkefninu nú síðari hluta vetrar og er skólinn því nú á grænni grein. Verkefnið hefur verið kynnt starfsmönnum og nemendum og myndaður hefur verið umhverfishópur sem stýra mun verkefninu
Lesa meira

Fréttabréf skólans

Hér má sjá fimmta fréttabréf skólans
Lesa meira

Fréttabréf skólans

Hér birtist fjórða fréttabréf skólans
Lesa meira

Smitvarnir á leikvöllum

Af gefnu tilefni viljum við beina því til foreldra og annarra sem nýta leikvelli í sveitarfélaginu með börnum að gæta vel að smitvörnum. Vinnum markvisst að því að gæta hæfilegrar fjarlægðar milli barnanna þar sem þau leika sér. Jafnframt er mikilvægt að gæta þess að börn þvoi hendur bæði fyrir og eftir notkun leiktækjanna og auðvitað er um að gera að þau séu með vettlinga þegar þau leika sér á leiktækjunum.
Lesa meira

Fréttabréf skólans

Hér birtist fréttabréf nr.3 á tímum samkomubanns.
Lesa meira