Bóndadagur 2024

Nemendur og starfsfólk Egilsstaðaskóla fögnuðu upphafi þorra í dag, á bóndadag. Margir komu í þjóðlegum fatnaði og í mötuneytinu var boðið upp á hangikjöt, nýja sviðasultu, súra punga og hákarl ásamt fleiru. Krakkarnir voru dugleg að borða og smakka þennan mat, sem er nú sjaldan á borðum.
Starfsfólk skólans bjó sig upp á í tilefni dagsins og það var skemmtileg tilbreyting.