Símalaus skóli

Frá áramótum er Egilsstaðaskóli símalaus skóli. Með því er átt við að nemendur mega ekki vera með síma/snjalltæki uppivið, hvorki í kennslustundum eða í frímínútum og matartímum. Þetta á við nemendur í 7. - 10. bekk. Engar breytingar urðu á reglum fyrir nemendur í 1. - 6. bekk sem ekki hafa mátt koma með síma/snjalltæki í skólann.
Fyrstu dagarnir hafa gengið mjög vel og nemendur hafa nánast undantekningarlaust tekið breytingunni vel. Bókasafnið verður nú opið í fríminútum en þar er hægt að tefla, spila og lesa. Í opnum rýmum verða í boði spil, borðtennis og fleira. Sem fyrr geta nemendur farið út í frímínútum og nýtt aðstöðu úti. Nemendaráð mun sjá um að sýndir verði þættir í fyrirlestrasal einhverja daga og kennarar ætla að skipta með sér að kenna á spil og aðstoða við prjón og hekl svo eitthvað sé nefnt.
Vikurnar til 2. febrúar eru hugsaðar sem aðlögunartímabil en þann tíma verða ekki viðurlög ef nemendur fara ekki eftir reglunum. Boðið verður uppá að skila símum í lítil box, sem kennarar koma fyrir í læstri hirslu. Símarnir verða svo afhentir í lok skóladags. Í byrjun febrúar verður farið yfir það sem vel hefur gengið og hvað má bæta.