Skólaþing 14. og 15. nóvember

Ákveðið hefur verið að halda Skólaþing fyrir nemendur og foreldra & forsjáraðila í 1. - 6. bekk miðvikudaginn 15. nóvember klukkan 17.00 - 18.30 til að auðvelda foreldrum & forsjáraðilum að mæta á þingið.

Skólaþingið fyrir þessa árganga verður sett upp að hluta eins og ferðalag um skólann þar sem foreldrar/forsjáraðilar og börn ganga á milli stöðva og svara ýmsum spurningum sem varða skólastarfið.

Skólaþing 7. - 10. bekkjar verður 14. nóvember kl. 16:30 19:00  með þjóðfundarsniði / heimskaffi.

Í vikunni var haldinn undirbúningsfundur þar sem Sigurborg Kr. Hannesdóttir hitti nemendur í Nemendaráði og Leiðtogaráði, kennara og starfsfólk í árgöngunum og fulltrúa foreldra til að kynna fyrir þeim hvernig fundurinn færi fram. Margar góðar hugmyndir komu fram um yfirskrift þingsins og lykilspurningar en miklu skiptir að vel takist til þar sem markmiðið með þinginu er að undirbúa það að skólinn verði snjallsímalaus eftir áramót.