Upptaktur fyrir símalausan skóla

Nemendaráð stóð fyrir símalausum degi í dag, 1. nóvember. Því var beint til nemenda á elsta stigi að skilja símana eftir heima eða sleppa því að vera í símanum í frímínútum. Í hádeginu efndi Nemendaráð til tónlistarbingós. Það voru fáir á göngunum í hádegisfrímínútunum enda flestir að spila bingó.