- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
Þrátt fyrir ýmsar hindranir í aðdraganda útivistardagsins, slæma veðurspá, lokað skíðasvæði og bilaða rútu, voru nemendur og starfsfólk skólans hæstánægð með hve vel útivistardagurinn heppnaðist.
Boðið var upp á skíðaferð eða útivist í Eyjólfsstaðaskóla, við Blöndalsbúð, þar sem Náttúruskólinn lagði upp dagskrá á fjölbreyttum stöðvum. Um morguninn þurfti að taka snöggar ákvarðanir þegar kom í ljós að lokað var í Stafdal vegna veðurs en umsjónarmaður skíðasvæðisins í Oddskarði brást við og bauð okkur velkomin þangað.
Útivistardagurinn er kærkomin tilbreyting í skólastarfinu en rúmlega 200 börn úr 5. - 10. bekk nutu þess að skíða, baka lummur og brauðorma yfir eldi, súrra, mála snjó og fleira skemmtilegt. Meðfylgjandi eru myndir sem starfsfólk tók.
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00