Undirbúningur árshátíðar í 3. og 4. bekk

Þessa dagana æfa krakkarnir í 3. og 4. bekk stíft fyrir árshátíðina sína sem verður 6. mars. Það eru Dýrin í Hálsaskógi sem eru sett á svið að þessu sinni.
Það er að mörgu að hyggja þegar leikrit eru sett upp á árshátíðum og margir sem koma að fjölbreyttum verkefnum. Eitt af því sem þarf að vera í Dýrunum í Hálsaskógi er tré á sviðið. Það var hannað og smíðað í sameiningu af Óttari Steini smíðakennara og nemanda af miðstigi.
Tréð tekur sig vel út sem miðpunkturinn í sviðsmyndinni.