Það er hefð í Egilsstaðaskóla að fagna fullveldisdeginum 1. desember með stuttri dagskrá. Allir nemendur og starfsfólk skólans kom saman í matsal og hlýddu á ávörp, sögulestur og sungu svo saman í tilefni af Degi íslenskrar tónlistar. Fólk var sparibúið og hátíðarbragur yfir öllu.
Berglind Karlsdóttir umsjónarkennari í 1. bekk flutti ávarp fyrir hönd starfsfólks, Árni Stefán Ólafsson formaður Nemendaráðs talaði fyrir hönd nemenda og tveir nemendur í 7. bekk, þau Styrmir Vigfús Guðmundsson og Birgitta Ósk Borgþórsdóttur lásu upp úr Dæmisögum Esóps. Í lokin voru sungin þrjú lög og eftir það héldu nemendur og starfsfólk aftur til sinna starfa.