Val á elsta stigi

Þessa dagana velja nemendur námskeið fyrir valtímabil 3. Val fyrir nemendur í 8. - 10. bekk er kennt tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, 2 kennslustundir í senn. Boðið er upp á ýmis konar námskeið, að hluta til í list-og verkgreinum en einnig íþróttatengt s.s. æfingar fyrir Skólahreysti. Auk þess má finna námskeið þar sem áherslan er á golf og pílu og á næsta tímabili verður boðin námsaðstoð í stærðfræði og öðrum greinum sem krakkarnir vilja fá aðstoð í. Valbæklingur fyrir 3ja tímabil er aðgengilegur undir flipanum Nám og kennsla - Val í 8. - 10. bekk.