Fréttir

20.06.2019

Sumarfrí og skólabyrjun

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 21. júní til 5. ágúst. Upplýsingar um verðandi umsjónarkennara fyrir næsta skólaár verða settar inn á heimasíðu skólans á ágúst. Skólabyrjun Skólasetning verður föstudaginn 23. ágúst. Foreldrar fá sendan tölvupóst með nánari upplýsingum um skólabyrjun. Frístund Forráðamenn nemenda í 1. – 2. bekk sem hyggjast nýta sér lengda viðveru nemenda eftir skóla, skrái börn sín í gegnum íbúagátt Fljótsdalshéraðs. Umsóknarfrestur er til og með 5.ágúst 2019. Frístund tekur til starfa 23. ágúst fyrir 2. bekk og 26. ágúst fyrir 1. bekk.
03.06.2019

Skólaslit

1.-4. bekkur mætir kl.14:30 og 5.-9. bekkur mætir kl.15:00. Eftir samveru á sal fara bekkirnir í heimastofur þar sem nemendur fá afhentan vitnisburðinn. Skólaslit og brautskráning 10. bekkjar verða kl.20:00 í sal Egilsstaðaskóla.
14.05.2019

Kjaftað um kynlíf

Sigga Dögg kynfræðingur verður með fræðslufyrirlestur fyrir foreldra á Fljótsdalshéraði fimmtudaginn 16. maí 2019 kl.20:00. Verður fræðslan haldin í fyrirlestrarsal Egilsstaðaskóla. Markmið fræðslunnar er að kynfræðsla verði sjálfsagður hluti af samræðum foreldra við börn sín og að fræðslan styrki þeirra samskipti. Sigga Dögg nálgast málefnið af húmor og á hispurslausan og hreinskilinn máta. Sigga Dögg hefur mikla reynslu af kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum, ásamt því að veit foreldrum fræðslu.