Fréttir

25.08.2020

Fréttabréf skólans

Hér er haustfréttabréf skólans með ýmsum praktískum upplýsingum sem við óskum eftir að foreldrar og nemendur kynni sér.
25.08.2020

Skólasetning

Skólasetning Egilsstaðskóla er þriðjudaginn 25.ágúst kl. 10:00. Umsjónarkennarar munu taka við nemendum utan við nemendainnganga. 2. og 3.bekkur við inngang af leikvelli og 4.-10.bekkur við inngang að torgi. Kennsla í 1.bekk hefst miðvikudaginn 26.ágúst. Skólinn er lokaður gestum af sóttvaranarástæðum og geta foreldrar því ekki fylgt nemendum inn í stofur eins og hefð er fyrir.
04.08.2020

Umsókn um vist í Frístund á haustönn 2020

Á meðfylgjandi slóð er hægt að skrá nemendur í Frístund á haustönn 2020. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst n.k. https://www.fljotsdalsherad.is/is/moya/formbuilder/index/index/umsokn-i-fristund-skolaarid-2020-2021 Undanfarin ár hafa umsóknir um vist í Frístund verið í gegnum íbúagátt á heimasíðu Fljótsdalshéraðs. Því miður er ekki hægt að nýta íbúagáttina að þessu sinni og því eru foreldrar beðnir um að nýta ofangreinda slóð til þess að koma umsókn sinni um vist í Frístund til skólans. Skólinn biðst afsökunar á þeim óþægindum sem misvísandi upplýsingar hafa valdið foreldrum.