Fréttir

18.05.2022

Skólablaðið komið út í 53. sinn

Lagarfljótsormurinn, skólablað Egilsstaðskóla er nú kominn út í 53. sinn. Blaðið er fullt af efni eftir nemendur og starfsmenn skólans. Útgáfa blaðsins er hluti af fjáröflun 9.bekkjar fyrir skólaferðalag sem farið verður vorið 2023. Nemendur munu ganga í hús á næstu dögum og selja Lagarfljótsorminn. Verð er kr. 1500. Jafnframt er hægt að kaupa blaðið á skrifstofu skólans.
26.04.2022

Stelpur Filma í Egilsstaðaskóla

Stúlkur og kynsegin ungmenni í 8. og 9. bekk taka þátt í námskeiðinu “Stelpur Filma” þessa vikuna, þ.e. frá 25.-29. apríl. Námskeiðið er haldið á vegum RIFF og hefur MMF/Sláturhús frumkvæði að námskeiðinu hér. Námskeiðið veitir þátttakendum einstaka sýn inn í heim kvikmyndagerðar og eru allir kennarar námskeiðsins starfandi kvikmyndagerðarkonur á Íslandi.
04.04.2022

Litla upplestrarkeppnin í fjórða bekk

Fimmtudaginn 31. mars síðastliðinn var Litla upplestrarkeppnin haldin hátíðleg hjá nemendum í 4. bekk. Nemendur buðu foreldrum sínum að koma og hlusta og nemendum í 3. bekk skólans var jafnframt boðið. Hátíðin var virkilega vel heppnuð, nemendur komu fram og lásu kvæði, málshætti og andheiti bæði allir saman sem hópur en einnig í smærri hópum. Þá voru nemendur úr bekknum sem einnig eru í tónlistarnámi við tónlistarskólann með atriði en þau sungu, spiluðu á ukulele og píanó. Nemendur úr 7. bekk sem báru sigur úr bítum í stóru upplestrarkeppninni voru auk þess gestir á hátíðinni. Að lokinni vel heppnaðri dagskrá á sviðu buðu nemendur foreldrum sínum í heimsókn inn í stofur að skoða afrakstur verkefna sem þau hafa unnið um Norðurlöndin og landnám Íslands síðustu vikur.