Fréttir

22.06.2022

Skólaþing - nemendaþing - nýsköpun

Í nóvember var haldið nemendaþing, sem hluti af skólaþingi Egilsstaðskóla. Nemendur kusu um viðfangsefni til að ræða á þinginu og varð niðurstaðan að ræða um nýsköpun í skólastarfinu. Lagt var upp með spurningar sem snéru að því hvernig hægt væri að læra öðruvísi með nýsköpun og hvernig við gætum aukið nýsköpun í skólastarfinu öllu. Eldri nemendur stýrðu umræðum hjá yngri nemendum og tóku saman niðurstöður úr hópum. Mið- og elsta stig voru með umræðuhópa sem færðu sig á milli borða til að ræða mismunandi nálganir. Hér er samantekt á niðurstöðum sem nýttar verða til hvatningar stjórnenda og kennara að taka meira mið af nýsköpun í skólastarfinu.
18.05.2022

Skólablaðið komið út í 53. sinn

Lagarfljótsormurinn, skólablað Egilsstaðskóla er nú kominn út í 53. sinn. Blaðið er fullt af efni eftir nemendur og starfsmenn skólans. Útgáfa blaðsins er hluti af fjáröflun 9.bekkjar fyrir skólaferðalag sem farið verður vorið 2023. Nemendur munu ganga í hús á næstu dögum og selja Lagarfljótsorminn. Verð er kr. 1500. Jafnframt er hægt að kaupa blaðið á skrifstofu skólans.
26.04.2022

Stelpur Filma í Egilsstaðaskóla

Stúlkur og kynsegin ungmenni í 8. og 9. bekk taka þátt í námskeiðinu “Stelpur Filma” þessa vikuna, þ.e. frá 25.-29. apríl. Námskeiðið er haldið á vegum RIFF og hefur MMF/Sláturhús frumkvæði að námskeiðinu hér. Námskeiðið veitir þátttakendum einstaka sýn inn í heim kvikmyndagerðar og eru allir kennarar námskeiðsins starfandi kvikmyndagerðarkonur á Íslandi.