Árlegur göngudagur Egilsstaðaskóla heppnaðist með ágætum. Starfsfólk og nemendur héldu af stað í ljómandi veðri á áfangastaði vítt og breitt á Fljótsdalshéraði. Ferðalangarnir tíndu í sig ber og syntu þar sem því varð við komið. Allir komu heilir heim en sumir skítugri en aðrir. Meðfylgjandi eru svipmyndir frá ferðum nokkurra árganga.
Nemendur Egilsstaðaskóla og starfsfólk er nú farið af stað í árlega gönguferð. Gönguleiðirnar eru á Héraði, styttri fyrir yngri börnin og lengri eftir því sem þau eldast. Þær leiðir sem eru farnar eru:
1.bekkur – Sigfúsarlundur; gengið frá skóla
2. bekkur – Klofasteinn; gengið frá skóla
3. bekkur – Egilsstaðavík; gengið frá skóla
4. bekkur – Hrafnafell
5. bekkur – Rauðshaugur
6. bekkur – Fardagafoss
7. bekkur – Valtýshellir
8. bekkur – Bargselsbotnar
9. bekkur – Stapavík
10. bekkur – Stórurð
Nemendur í 1. - 4. bekk koma í hádegismat og þá tekur við venjulegur skóladagur til 13.50. Nemendur í 1. - 5. bekk fara heim þegar þeir koma tilbaka. Göngudagurinn er áralöng hefð í skólanum og tækifæri til að njóta náttúrunnar í nærumhverfinu og þjappa árgöngum saman.
Fimmtudaginn 5. september hefst fyrsta valtímabil. Nemendur hafa fengið kynningu á valnámskeiðum og fyrirkomulagi valsins. Þeir fara heim með valblaðið í dag og eiga að skila valblaðinu aftur á morgun með undirskrift foreldra / forsjáraðila. Foreldrar og forsjáraðilar fengu póst í dag með upplýsingum um valið; valblaðið í viðhengi ef einhver gleymir því í skólanum. Auk þess voru þar upplýsingar um reglur um utanskólaval.
Valbæklingur er aðgengilegur á heimasíðu skólans, undir Nám og kennsla - Val í 8. - 10. bekk.