Fréttir

12.08.2022

Skólabyrjun

Skólabyrjun nálgast óðfluga og örugglega margir orðnir spenntir fyrir því að byrja í skólanum á ný. Nýtt skólaár handan við hornið og styttist í að skólinn iði af lífi. Síðustu daga hafa skólastjórnendur unnið að því að skipuleggja vetrarstarfið sem er farið að taka á sig mynd. Skólasetning Egilsstaðaskóla fer fram þriðjudaginn 23. ágúst. Gert er ráð fyrir stuttri samkomu í sal en síðan munu nemendur ásamt foreldrum hitta umsjónarkennara í sínum heimastofum. Kl. 10:00 Nemendur í 1.-3. bekk Kl. 10:45 Nemendur í 4.-6. bekk Kl. 11:30 Nemendur í 7.-10 bekk Nemendur og forráðamenn 1. bekkjar verða jafnframt boðaðir í viðtal með umsjónarkennara í skólabyrjun. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá, hjá öllum bekkjum, miðvikudaginn 24. ágúst klukkan 8:50. Frístund tekur til starfa þriðjudaginn 23. ágúst fyrir nemendur í 2.-4. bekk og miðvikudaginn 24. ágúst fyrir nemendur í 1. bekk. Umsjónarkennarar skólaársins 2022-2033 1. bekkur : Berglín Sjöfn Jónsdóttir, Jóhanna Björk Magnúsdóttir og Sigrún Þöll Hauksdóttir Kjerúlf 2. bekkur : Drífa Magnúsdóttir, Elva Rún Klausen og Freyja Kristjánsdóttir 3. bekkur : Auður Dögg Pálsdóttir, Halldóra Björk Ársælsdóttir og Védís Hrönn Gunnlaugsdóttir 4. bekkur : Ingibjörg Sóley Guðmundsdóttir og Lovísa Hreinsdóttir 5. bekkur : Erla Gunnlaugsdóttir og Hlín Stefánsdóttir 6. bekkur : Carola Björk Tschekorsky Orloff og Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar 7. bekkur : Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir og Valgeir Sveinn Eyþórsson 8. bekkur : Sandra Ösp Valdimarsdóttir og Sæbjörn Guðlaugsson 9. bekkur : Fjóla Rún Jónsdóttir og Jón Magnússon 10. bekkur : Helga Jóna Svansdóttir og Þórunn Guðgeirsdóttir
22.06.2022

Skólaþing - nemendaþing - nýsköpun

Í nóvember var haldið nemendaþing, sem hluti af skólaþingi Egilsstaðskóla. Nemendur kusu um viðfangsefni til að ræða á þinginu og varð niðurstaðan að ræða um nýsköpun í skólastarfinu. Lagt var upp með spurningar sem snéru að því hvernig hægt væri að læra öðruvísi með nýsköpun og hvernig við gætum aukið nýsköpun í skólastarfinu öllu. Eldri nemendur stýrðu umræðum hjá yngri nemendum og tóku saman niðurstöður úr hópum. Mið- og elsta stig voru með umræðuhópa sem færðu sig á milli borða til að ræða mismunandi nálganir. Hér er samantekt á niðurstöðum sem nýttar verða til hvatningar stjórnenda og kennara að taka meira mið af nýsköpun í skólastarfinu.
18.05.2022

Skólablaðið komið út í 53. sinn

Lagarfljótsormurinn, skólablað Egilsstaðskóla er nú kominn út í 53. sinn. Blaðið er fullt af efni eftir nemendur og starfsmenn skólans. Útgáfa blaðsins er hluti af fjáröflun 9.bekkjar fyrir skólaferðalag sem farið verður vorið 2023. Nemendur munu ganga í hús á næstu dögum og selja Lagarfljótsorminn. Verð er kr. 1500. Jafnframt er hægt að kaupa blaðið á skrifstofu skólans.