Fréttir

09.02.2025

Skólahald hefst að nýju mánudaginn 10. febrúar

Foreldrum og forsjáraðilum hefur nú verið sent bréf þess efnis að verkfall kennara hefur verið dæmt ólögmætt. Skóli hefst því að nýju mánudaginn 10. febrúar samkvæmt stundarkrá.
31.01.2025

100 daga hátíðin

Það voru stolt börn í 1. bekk sem fögnuðu því að þau eru búin að vera 100 daga í grunnskóla. Krakkarnir voru með kórónur í tilefni dagsins og skrifuðu á hjörtu hvað þeim þætti gott eða gaman. Skólastjórinn ávarpaði hópinn, allir fengu íspinna og svo var bíó. Krakkarnir skoppuðu svo út í helgarfrí, ánægð með sig og tímamótin.
20.01.2025

Í minningu fyrrum nemanda

Í liðinni viku var Jón Grétar Broddason, fyrrum nemandi Egilsstaðaskóla, jarðsettur. Í minningu hans komu bekkjarfélagar hans, úr árgangi 1983, með gjöf til nemenda skólans. Í kortinu sem fylgdi gjöfinni var skrifað "Hver minning er dýrmæt perla" sem rammar inn fallega hugsun þessara fyrrum nemenda til fallins félaga. Við þökkum fyrir þessa góðu gjöf og sendum aðstandendum Jóns Grétars innilegar samúðarkveðjur.