Fréttir

02.02.2023

Fjölbreyttar aðferðir við nám

Það eru margar aðferðir sem við getum nýtt okkur við nám. Í 8.bekk undirbjuggu nemendur sig fyrir próf í stærðfræði með því að búa til hugarkort/"svindlmiða" sem þau máttu hafa með sér í prófið. Þetta er góð leið til að rifja upp og sjá fyrir sér leiðir. Það voru gerð mörg falleg hugarkort við þessa upprifjun sem nýttust vel þeim sem höfðu undirbúið sig með þessum hætti.
01.02.2023

Emil í Kattholti mætir á sviðið

Nemendur á yngsta stigi, í 1. - 4.bekk æfa nú leikritið Emil í Kattholti, sem sýnt verður á árshátíðum 7. og 9.febrúar nk. Mikill undirbúningur er vegna uppsetningarinnar enda þarf að hanna leikmynd, finna búninga, æfa söng og margt fleira ásamt því auðvitað að æfa leikritið. Tímasetningar árshátíðanna er sem hér segir: Árshátíð 1. og 2. bekkjar 7. febrúar - kl. 17.00. Árshátíð 3. og 4.bekkjar 9. febrúar - kl. 17.00 Öðrum árgöngum er boðið á generalprufur sama morgunn og árshátíðarnar eru.
24.01.2023

Opinn dagur í Egilsstaðaskóla

Í dag, þriðjudaginn 24.janúar, er opinn dagur í skólanum. Foreldrar og aðstandendur eru velkomnir í heimsókn! Hlökkum til að sjá sem flesta.
19.01.2023

Bóndadagur