Fréttir

04.12.2025

Fullveldishátíð 1. desember

Það er hefð í Egilsstaðaskóla að fagna fullveldisdeginum 1. desember með stuttri dagskrá. Allir nemendur og starfsfólk skólans kom saman í matsal og hlýddu á ávörp, sögulestur og sungu svo saman í tilefni af Degi íslenskrar tónlistar. Fólk var sparibúið og hátíðarbragur yfir öllu. Berglind Karlsdóttir umsjónarkennari í 1. bekk flutti ávarp fyrir hönd starfsfólks, Árni Stefán Ólafsson formaður Nemendaráðs talaði fyrir hönd nemenda og tveir nemendur í 7. bekk, þau Styrmir Vigfús Guðmundsson og Birgitta Ósk Borgþórsdóttur lásu upp úr Dæmisögum Esóps. Í lokin voru sungin þrjú lög og eftir það héldu nemendur og starfsfólk aftur til sinna starfa.
27.11.2025

Sjálfsmatsskýrsla Egilsstaðaskóla 2024 - 2025

Mikilvægur þáttur í þróun skólastarfs er innra mat en samkvæmt lögum um grunnskóla ber öllum grunnskólum að meta starf sitt með reglubundnum hætti. Innra mat Egilsstaðaskóla er viðamikið og tekur til margra þátta í skólastarfinu. Kannanir Skólapúlsins eru lagðar fyrir nemendur í 2. – 10. bekk, allt starfsfólk og úrtak foreldra & forsjáraðila. Auk þess eru reglulega lagðar fyrir aðrar kannanir s.s. Íslenska æskulýðsrannsóknin og Ungt fólk. Í skýrslunni er gerð grein fyrir þróunarstarfi sem fer fram innan skólans en þar ber helst að nefna innleiðingu á Heillaspori, leiðsagnarnámi og Uppeldi til ábyrgðar. Skólinn hlaut í vor vottun frá Háskólanum á Akureyri á því að vera Byrjendalæsisskóli. Leitast er við að draga fram styrkleika og veikleika í skólastarfinu. Útfrá greiningu á veikleikum er lögð fram úrbótaáætlun sem tekur til yfirstandandi skólaárs. Auk þess er mat á úrbótaáætlun fyrra árs. Skólastarf er í stöðugri þróun og því er mikilvægt að meta það með kerfisbundnum hætti þannig að hægt sé að bregðast við ef veikleikar koma fram í einhverjum þáttum. Matsskýrslan hefur verið kynnt fyrir Fjölskylduráði Múlaþings, skólaráði Egilsstaðskóla og fyrir starfsfólki. Hún er aðgengileg undir tenglinum Skólinn; Mat á skólastarfi.
27.11.2025

Fullveldishátíð 1. desember

Það er hefð fyrir því að fagna fullveldi Íslands 1. desember ár hvert. Af því tilefni safnast nemendur og starfsfólk saman á sal undir stuttri dagskrá. Á dagskránni eru ávörp, stuttur upplestur og í lokin eru sungin þrjú lög til að halda upp á Dag tónlistarinnar. Allir eru hvattir til að koma í betri fötunum til að gera daginn sem hátíðlegastan. Aðventan er svo að ganga í garð og skólastarfið mun taka á sig jólalega mynd að einhverju leyti. Það er þó reynt að hafa uppbrot með minnsta móti og hafa sem mestan fyrirsjáanleika þar sem þessi árstími reynist mörgum krefjandi. Þannig færumst við hægt mót hækkandi sól á nýju ári.
19.11.2025

Innyfli