Umsókn um tímabundið leyfi

Mæting nemenda í skóla er mikilvægur hlekkur í farsælli skólagöngu. Mikilvægt er að foreldrar tryggi að skólinn gangi fyrir öðrum verkefnum hjá barninu. Skólinn óskar þess að leyfisbeiðnum nemenda sé haldið í lágmarki á starfstíma skóla svo nemandinn missi sem minnst úr skóla.


Foreldrar/forráðamenn fylla út eftirfarandi eyðublað óski þeir eftir leyfi fyrir barn sitt heilan skóladag eða meira.

Í 4. mgr. 15. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 kemur fram að ,,Sæki foreldrar skólaskylds barns um tímabundna undanþágu frá skólasókn er skólastjóra heimilt að veita slíka undanþágu telji hann til þess gildar ástæður. Foreldrar skulu sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á undanþágu stendur“


Egilsstaðaskóli vinnur að forvarnarverkefni gegn skólaforðun í samstarfi við Austurlandslíkanið, samkvæmt eftirfarandi verklagi. Með fjarvistum er átt við bæði leyfi og veikindi.

1. Hafi nemandi verið 9 daga fjarverandi frá skóla hringir umsjónarkennari í foreldra, lætur vita af stöðunni og ræðir úrbætur.

2. Ef fjarvistir halda áfram eru foreldrar og eftir atvikum nemendur boðaðir á fund þegar nemandi hefur verið 18 daga frá skóla. Fundinn sitja af hálfu skólans umsjónarkennari og stjórnendur. Á fundinum er vandinn greindur og úrræði til úrbóta rædd. Gerður er skriflegur samningur um úrbætur til skamms tíma.

3. Ef ekki gengur betur á samningstímanum er máli nemandans vísað til Austurlandsteymisins.

captcha