Svæði

Í  8.- 10. bekk, fá nemendur fjórar kennslustundir í viku á „svæðum“ þar sem kennarar raða sér í kennslustofur eftir kennslugreinum og nemendur velja það svæði sem þeim best hentar. Markmiðið er að nemendur geti sótt sér hjálp í þeim greinum sem þeim finnst þeir helst þurfa og skipulagt vinnu sína. Geta þeir þannig stýrt því í hvaða námsefni þeir sækja helst aðstoð í það skiptið og geta jafnvel heimsótt öll svæðin yfir vikuna, eða eytt öllum sínum tíma á einu svæði.