Umbótaáætlanir og þróunarstarf

Umbótaáætlanir eru m.a. byggðar á innra mati og endurskoðaðar reglulega í þeim tilgangi að bæta skólastarfið. 

Endurmenntunaráætlun er unnin árlega út frá stefnu skólans og áherslum sem starfsfólk ásamt stjórnendum koma sér saman um. Egilsstaðaskóli leggur áherslu á að fylgjast með þróun í skólamálum. Haustið 2014 hófst innleiðing Byrjendalæsis á yngsta stigi skólans, en það er aðferðafræði í byrjendakennslu í lestri. Innleiðing leiðsagnarnáms hófst haustið 2021 og haustið 2023 hófst innleiðing uppeldisstefnunnar Uppeldi til ábyrgðar.

Umbótaráætlun - ytra mat