Umbótaráætlanir og þróunarstarf

Umbótaáætlanir eru m.a. byggðar á innra mati og endurskoðaðar reglulega í þeim tilgangi að bæta skólastarfið. Umbótaáætlun er endurskoðuð a.m.k. tvisvar á ári í ljósi sjálfsmats skólans og þess hvernig umbætur hafa náð fram að ganga. Hún snýr að hlutum eins og samstarfi við nærsamfélagið, stefnu og viðbrögðum vegna agabrota nemenda, starfsánægju, læsis o.fl.

Endurmenntunaráætlun er unnin árlega út frá stefnu skólans og áherslum sem starfsfólk ásamt stjórnendum koma sér saman um. Egilsstaðaskóli leggur áherslu á að fylgjast með þróun í skólamálum. Þróunarstarf varð m.a. til þess að skólinn er Olweusarskóli og Heilsueflandi skóli. Þá hefur skólinn tekið þátt í samstarfsverkefnum líkt og Comeniusarverkefni, sem snýr að samvinnu við skóla í öðrum Evrópulöndum. Haustið 2014 hófst innleiðing Byrjendalæsis á yngsta stigi skólans, en það er aðferðafræði í byrjendakennslu í lestri. Haustið 2015 hófst Glóðin, fimm ára þróunarverkefni um bættan námsárangur í lestri og stærðfræði í samstarfi við grunn- og leikskóla á Austurlandi.

Umbótaráætlun - ytra mat