Nýsköpun

Markmið: Að nemendur kynnist og tileinki sér aðferðir og hugmyndafræði nýsköpunar og geti notað þær á öllum sviðum lífisins.

Í Egilsstaðaskóla er nýsköpunarmennt sér námsgrein sem ekki skerðir tíma nemenda í verkgreinum, heldur er viðbót. Um nýsköpunarkennslu sjá umsjónarkennarar og nýsköpunarkennarar sem eru verkgreinakennarar og leiðtogar varðandi verklega þætti nýsköpunarmenntar. Fyrirkomulag kennslunnar er mismunandi eftir aldursstigum.

Áherslur nýsköpunar ná út fyrir námsgreinina nýsköpunarmennt þar sem að í allri skapandi vinnu í skólanum er lögð áhersla á að nemendur fái tækifæri til að skapa eitthvað nýtt til að auðga samfélagið. Þetta á við um myndverk, tónlist, myndbönd, nytjahluti, ritsmíðar o.fl. Lögð er áhersla á að kynna hugmyndir nemenda og koma þeim á framfæri.

Nýsköpunardagur er í nóvember ár hvert. Hann er uppskerudagur nýsköpunarvinnu í skólanum. Annað hvert ár er nýsköpunardagurinn sameiginlegur með öðrum skólum á Fljótsdalshéraði. Markmið með nýsköpunarkennslu í Egilsstaðaskóla og nánari útfærslu á hverju aldursstigi er að finna hér.