Viðfangsefni 4.bekkjar á þemadögum

Verkefni 4.bekkjar á þemadögum voru í tengslum við hóflega nýtingu og endurnýtingu. Krakkarnir fóru í gámasvæðið og skoðuðu sig um. Síðan var fjallað um nýsköpun og tækifæri sem felast í því að hanna nýja hluti. Hægt var að velja á milli þess að föndra verkefni í nýsköpun eða taka í sundur gömul raftæki. Það síðarnefnda vakti mikla gleði hjá mörgum nemendum.

Auk þessa var unnið hljóðdempunarlistaverk fyrir eitt kennslurýmið sem nú er fullunnið og tekið í notkun.