Verum ástfangin af lífinu

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur kom í árlega heimsókn sína í 10. bekk í morgun. Þorgrímur býðst til að koma í alla skóla og spjalla við krakkana um það að bera ábyrgð á sjálfum sér, sýna samkennd og þrautseigju, koma fallega fram og gera góðverk. Hann hefur lagt áherslu á að kynna markmiðssetningu og að sinna litlu hlutunum daglega. 
Þorgrími hefur ávallt verið vel tekið af krökkunum og í dag var engin undantekning á.