Vel heppnaður göngudagur

Árlegur göngudagur Egilsstaðaskóla heppnaðist með ágætum. Starfsfólk og nemendur héldu af stað í ljómandi veðri á áfangastaði vítt og breitt á Fljótsdalshéraði. Ferðalangarnir tíndu í sig ber og syntu þar sem því varð við komið. Allir komu heilir heim en sumir skítugri en aðrir. Meðfylgjandi eru svipmyndir frá ferðum nokkurra árganga.