Útivistardagur í Stafdal

Fimmtudaginn 28. mars sl. var útivistardagur í 5., 6. og 7. bekk í Egilsstaðaskóla. Þar fóru nemendur, kennarar og stuðningsfulltrúar í Stafdal og skemmtu sér saman. Sumir renndu sér á skíðum á meðan aðrir sýndu listir sínar á snjóbrettum. Einhverjir renndu sér á plastpokum, sleðum og/eða snjóþotum í brekkunum og sumir reyndu að ganga upp á topp.

Ekki var annað að sjá en að langflestir virtust skemmta sér vel þennan dag í sólríku og góðu veðri og fínu færi í fjallinu.