Útivistardagur í 5.-9.bekk

Fimmtudaginn 13.apríl verður útivistardagur fyrir alla nemendur í 5. - 9.bekk. Boðið er upp á skíðaferð í Stafdal annars vegar og hins vegar útiveru í Eyjólfsstaðaskógi (við Blöndalsbúð) á vegum Náttúruskólans. Tvisvar er búið að fresta útivistardeginum vegna veðurs en vonandi leikur veðrið við okkur á fimmtudaginn.