Þriðjudaginn 4. nóvember eru samstarfsviðtöl í Egilsstaðaskóla. Í einhverjum árgöngum er líka boðað í viðtöl 3. nóvember sem annars er starfsdagur í skólanum. Búið er að senda út upplýsingar til foreldra og forsjáraðila um sjálfsmat nemenda sem er undirbúningur fyrir viðtölin.
Opnað verður fyrir bókanir í viðtöl miðvikudaginn 29. október kl. 8.00 og lokað á miðnætti sunnudaginn 2. nóvember. Reiknað er með um 15 mínútum fyrir hvert viðtal þar sem rætt er um líðan barnsins, ástundun, hegðun og skipulag í námi.
Frístund er opin þennan dag en foreldrar þurfa að skrá börnin sérstaklega og miðast mönnun í Frístund við þá skráningu.
Skólaakstur er á hefðbundnum tíma þennan dag en foreldrar eru beðnir um að láta skólabílstjóra vita ef þeir hyggjast ekki nýta sér aksturinn. 
Kennsla hefst svo aftur miðvikudaginn 5. nóvember.