Umboðsmaður barna heimsækir Egilsstaðskóla

Mánudaginn 9.mars heimsótti umboðsmaður barna Egilsstaðskóla ásamt tveimur starfsmönnum embættisins. Gestirnir funduðu með nemendaráði skólans. Hafði umboðsmaður á orði að margt áhugavert hefði komið fram á þeim fundi sem snerti jafna stöðu og aðgengi nemenda á landsbyggðinni og jafnaldra þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Gestirnir gengu síðan um skólann í fylgd skólastjóra. Við viljum þakka umboðsmanni og föruneyti hans kærlega fyrir heimsóknina og við erum ánægð með þá nýbreytni að hann flytji starfsstöð sína tímabundið út á landsbyggðina.