Tveir nemendur 10.bekkjar taka þátt í úrslitum stærðfræðikeppninnar Pangeu 2020

Alls tóku 3712 nemendur úr 70 skólum þátt í keppninni sl. vor, en þátttökurétt hafa nemendur í 9. og 10.bekk. Nemendur Egilsstaðskóla hafa tekið þátt í keppninni undanfarin þrjú ár.  101 nemandi vann sér inn þátttökurétt í úrslitum og skiluðu 86 úrlausnum. Í úrslitum fengu nemendur 14 verkefni sem þeir þurftu að leysa án reiknivélar. Lokakeppnin nú var frábrugðin úrslitum síðustu ára. Ekki var hægt að safnast saman í Menntaskólanum við Hamrahlíð, en í stað þess þreyttu þátttakendur prófið á skólatíma í sínum skólum víðs vegar um landið.