- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
Í dag er Þorgrímur Þráinsson rithöfundur í heimsókn hjá okkur í Egilsstaðaskóla. Hann byrjaði daginn á því að hitta nemendur í 5. - 7. bekk og ræða við þau um lestur. Hann kallar það erindi Tendrum ljós fyrir lestri.
Síðar í dag hittir hann nemendur í 10. bekk og ræðir við þau um að bera ábyrgð á sjálfum sér, sýna samkennd og þrautseigju, koma fallega fram, gera góðverk, sinna litlu hlutunum daglega og setja sér markmið.
Þorgrímur hefur farið um landið og spjallað við krakka í mörg ár og það alltaf tilhlökkunarefni að fá hann í heimsókn.
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00