Þar sem fjöldi unglinga kemur saman þar er fjör!
Í Egilsstaðaskóla hafa unglingarnir fengist við fjölbreytt verkefni síðustu daga. Legoliðið hefur æft sig af kappi fyrir First Lego League keppnina sem verður í Háskólabíói á laugardaginn. Hægt verður að fylgjast með liðinu á netinu en keppnin hefst kl. 9.30. Slóðin er:
https://firstlego.is/
Hópur krakka valdi sér viðfangsefni sem þau unnu að og meðal afurðanna úr þeirri vinnu eru spil sem þau hönnuðu frá grunni.
Og spennan fyrir árshátíðinni hefur stigmagnast. Fyrri sýningin á High School Musical verður í kvöld, miðvikudag og sú seinni annað kvöld. Báðar sýningar hefjast kl. 19.30. Það eru glaðir en spenntir nemendur sem bíða eftir að stíga á svið og sömuleiðis þeir sem stjórna ljósum, hljóði og stýra innkomum á sviðið. Við munum birta myndir frá sýningunni á næstunni.