Sumardagar í sól og blíðu

Nemendur Egilsstaðaskóla voru á ferð og flugi þennan föstudag, í 20° hita og sólskini. Það voru farnar ísferðir, gönguferðir á Krummaklett, samverustundir vinabekkja, heimsókn á Egilsstaðabýlið og eftir hádegi var sett upp vatnsrennibraut fyrir nemendur á elsta stigi. List- og verkgreinakennarar hafa notað góða veðrið undanfarið, með nemendum í 8.bekk, til að skreyta svæði á skólalóðinni. Útkoman er afar góð. Góða helgi!