Stríðsárin, Hrafnkelssaga, Mývatnsferð og "Isbutik"

 Það er margt um að vera þessa síðustu daga skólaársins.

Í morgun buðu 9.bekkingar á sýningu á verkefnum, sem þau hafa unnið um stríðsárin. Þar var að sjá fjölbreytt efnistök og umfjöllunarefni: Menning (tónlist, myndlist, leiklist, tíska, fatnaður), lönd sem urðu fyrir áhrifum af stríðinu, lönd sem tóku þátt í stríðinu, vopn og búnaður, ákveðnar manneskjur sem tengjast stríðinu, stjórnmál (kapitalismi).
Sömuleiðis sýndu 9.bekkingar verkefni, sem þau unnu í tengslum við lestur Hrafnkelssögu Freysgoða en sú fornsaga er lesin í 9.bekk. Verkefnin voru eins fjölbreytt og þau voru mörg og margir skiluðu sannkölluðum listaverkum í útfærslu á efni sögunnar.
Dönskukennarar í 10.bekk opnuðu popup "Isbutik" þar sem nemendur gátu pantað sér ís með "guf".
Nemendur í 7.bekk ásamt kennurum og stuðningsfulltrúum eru á seinni degi sínum í Mývatnssveit þar sem þau skoða fuglasafnið, ganga á fjöll og ýmislegt fleira áhugavert.