Samvera - spil og umsjónardagur í næstu viku

Í vikunni nýttu kennarar í 9. og 10. bekk vinnumixtíma til að safna krökkunum saman í matsalinn þar sem þau spiluðu félagsvist. Markmiðið var notaleg samvera til að styrkja hópana og efla samskipti. Að spila saman er góð þjálfun í samskiptahæfni auk margs annars, s.s. nefnuhraða, minnisþjálfun o.fl.
Í vetur verða sérstakir dagar á skóladagatalinu sem eru helgaðir samveru og hópefli, kallaðir umsjónardagar. Fyrsti umsjónardagurinn verður miðvikudaginn 10. september og þá er hver árgangur með umsjónarkennurum allan skóladaginn. Allir árgangar ljúka skóla klukkan 13.50 þennan dag.