Skólastarf á nýju ári

Gleðileg jól og kærar þakkir fyrir samvinnu á árinu sem er að líða. Megi nýja árið verða okkur farsælt.  

Þann 21. desember var birt reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar, sem tekur gildi 1. janúar nk. og gildir til 28.febrúar.  Samkvæmt henni er nú leyfilegt að blanda hópum og jafnframt leyfilegt að fara yfir 50 nemenda fjöldamörk í matsal og göngum að því tilskyldu að starfsmenn séu með grímur.

Á grunni þessarar nýju reglugerðar stefnum við því að hefðbundnu skólastarfi eftir áramótin með fullan skóladag fyrir alla nemendahópa. Jafnframt geta nú allir nemendur snætt hádegisverð í mötuneyti.  Frístund mun einnig starfa hefðbundið að morgni og síðdegis. Skólinn verður áfram lokaður gestum, nema með leyfi og í samráði við skólastjóra, og grímuskylda verður áfram fyrir gesti.

Reglugerðina er að finna hér:
https://www.stjornarradid.is/default.aspx?pageid=e5cf150d-33a7-11e6-80c7-005056bc217f&newsid=82943967-43ae-11eb-812c-005056bc8c60

Sá fyrirvari er á þessum áformum að ef faraldurinn færist í aukana á ný og settar verða nýjar reglur um takmarkanir mun þurfa að aðlaga skólastarfið að því, en það mun þá verða tilkynnt foreldrum þann 4.janúar.

Fyrsti skóladagur nemenda er þriðjudagurinn 5. janúar.