Skólaslit og útskrift 10.bekkjar

Þriðjudaginn 6. júní fá nemendur afhentan vitnisburð sinn.

Klukkan 9.00 mæta nemendur í 1. - 4. bekk, fyrst á sal þar sem er stutt dagskrá og síðan farið í heimastofur.
Klukkan 10.30 mæta nemendur í 5. - 9. bekk, fyrst á sal.
Klukkan 20.00 er útskrift 10.bekkjar sem fer fram á sal skólans og þá verður skólanum slitið formlega.
Foreldrar og forráðmenn eru velkomnir með börnum sínum.