Skólabyrjun 22. ágúst 2025

Skólastarf í Egilsstaðaskóla hefst formlega með samstarfs- / nemendaviðtölum föstudaginn 22. ágúst.

Foreldrar & forsjáraðilar hafa fengið upplýsingar um viðtölin í tölvupósti og opið er fyrir bókanir (sjá upplýsingar í tölvupósti). Nemendur og foreldrar & forsjáraðilar mæta í skólann á settum tíma og ræða við umsjónarkennara. Kennsla hefst skv. stundaskrá mánudaginn 25. ágúst kl. 8.50.