Skólablaðið komið út í 54.sinn

Skólablað Egilsstaðaskóla, Lagarfljótsormurinn, er komið út. Þetta er 54.árgangur blaðsins og er venju er forsíðan skreytt með mynd eftir nemanda skólans. Að þessu sinni teiknaði Natalía Rós Guðjónsdóttir, í 9.bekk, myndina á forsíðunni. Efnið er fjölbreytt; myndir, sögur, getraunir og brandarar. Umfjöllun um nemendur í 10.bekk er í blaðinu og auk þess er viðtal við Víði Reynisson, sem við þekkjum öll vel úr Covid-faraldrinum, þar sem hann talaði til okkar mánuðum saman til að upplýsa um stöðu mála.
Nemendur í 9.bekk ganga þessa dagana í hús til að bjóða blaðið til sölu. Ágóði sölunnar rennur í ferðasjóð þeirra vegna skólaferðalags vorið 2024.