Skert skólastarf

Skólahald er með óhefðbundnu sniði fram að páskum eins og foreldrar hafa fengið upplýsingar um. Undir flipanum Skólinn, Skólahald 17. mars -13. apríl, hér fyrir ofan eru ýmsar upplýsingar sem foreldrar hafa fengið í tölvupósti. Vakin er athygli á að foreldrar og gestir geta ekki komið inn í skólann hvort sem er í heimsókn í stofur eða á skrifstofu skólans. Að sjálfsögðu er svarað í símann á skrifstofu skólans milli kl. 8:00-12:00 og 13:00-16:00.