Puttaprjónað af krafti

Mikið puttaprjónsæði hefur verið í 1. bekk þetta haustið. Bæði strákar og stelpur sækja mikið í að puttaprjóna þegar það er frjáls leikur í boði í stofunni og í vali. Puttaprjón er líka góð leið til að slaka á og spjalla við vini sína í leiðinni. Þegar desember spenningurinn og jólastressið er að ná yfirhöndinni er líka tilvalið að setjast niður með garn og puttaprjóna.