Öskudagur 2024

Skólastarf var óhefðbundið í dag, á öskudaginn. Vinabekkir hittust og unnu ýmis verkefni saman; Það var dansað, spilað, puttaprjónað, spilað blöðrubadminton og margt annað skemmtilegt. Þegar dagskrá vinabekkjanna lauk fóru yngri nemendur í íþróttahúsið á samkomu sem Foreldrafélag Egilsstaðaskóla skipulagði en 5. - 10. bekkingar voru áfram í skólanum og skemmtu sér saman.
Skóladegi lauk um hádegi og þá þyrptust nemendur út til að fara um bæinn og syngja.
Vetrarfrí hefst svo á morgun og nemendur koma í skólann þriðjudaginn 20. febrúar.