Opið hús og bleikur dagur

Miðvikudaginn 22. október er opið hús i skólanum. Foreldrar og forsjáraðilar eru velkomnir í skólann til að kynna sér skólastarfið. Dagurinn er einnig helgaður vitundarvakningu um krabbamein og nemendur og starfsfólk hvatt til að klæðast bleiku til að lýsa upp skammdegið.