Nemendastýrð samtöl

Í dag er ekki hefðbundinn skóladagur heldur koma nemendur með foreldrum og forráðafólki sínu til að ræða saman um starfið í skólanum, sýna verkefni sem þeir hafa unnið og geta spjallað við umsjónarkennara sem eru til taks. Það er alltaf gaman að fá foreldra og forráðafólk í skólann og gaman að fylgjast með krökkunum sýna verkefnin sín og segja frá því sem þau eru að fást við í skólanum.
Þess utan gefst tækifæri hjá starfsfólki skólans til að sinna ýmsum verkefnum, sem ekki gefst tími til að vinna á öðrum tímum. Það þarf að taka til, flokka dót, undirbúa fyrir leikmyndagerð, flokka lestrarbækur, plasta bækur á bókasafni og margt fleira gagnlegt.