Nemendaráð kallar eftir hugmyndum

Nemendaráð Egilsstaðaskóla hefur sett upp hugmyndakassa, þar sem tekið verður við hugmyndum nemenda, annars vegar um tónlist og þætti sem væri hægt að spila í frímínútum og hins vegar um afþreyingu fyrir nemendur í frímínútum og hádegishléi.
Gengið var í bekki í dag til að kynna jólapeysu/fatadag þann 13. desember nk. og um leið sagt frá hugmyndakössunum. Á þriðjudaginn verður hátíðarmatur í mötuneyti og því vel við hæfi að nemendur og starfsfólk sé klætt í eitthvað jólalegt, þó ekki væri nema sokkar eða jólahúfa.