Náttúruskólinn að hausti

Krakkarnir í 3. bekk voru í Náttúruskólanum í Blöndalsbúð og Eyjólfsstaðaskógi 17.-18.september. Upplifun flestra var góð, þrátt fyrir kulda og bleytu en haustið kom með krafti þessa daga. Þetta voru skemmtilegir dagar með hæfilegri blöndu af námi, leik og spennandi næringu.

Krakkarnir fóru í þrjár vinnusmiðjur; lærðu að tálga, fengu býflugufræðsla og lærðu óhefðbundnar trjámælingar. Á meðan maturinn mallaði yfir eldinum hjuggu þau eldivið og fengu að prófa að kveikja eld. Eftir hádegisverðinn, sem voru eldbakaðar tortillur með kjúklingi og grænmeti, eldbökuð eðla og snakk og eldpoppað popp, fengu þau að leika lausum hala í nánasta umhverfi. Lækurinn var mest spennandi í þeim efnum.

Dagar eins og þessir eru góð tilbreyting frá hefðbundnu námi og auka þekkingu krakkanna á gæðum náttúrunnar og útivistar.