Múli, Hnúta og Grund

Síðasta vetur var starfandi umhverfishópur Heillaspora sem m.a. gerði tillögur að merkingum í skólanum. Nú hefur hópurinn kynnt heiti innganga í skólann og sett upp merkingar við hvern inngang.
Aðalinngangurinn er nefndur Múli, inngangur á mið- og elsta stig heitir Hnúta og á yngsta stigi er Grund. Heitin eru örnefni úr sveitarfélaginu og það er von okkar, sem störfum í skólanum, að smám saman festist þessi heiti við inngangana og verði okkur töm.